Manchester United hefur staðfest á vef sínum að Marcus Rashford sóknarmaður liðsins verði frá í næstu leikjum.
Rashford fór meiddur af velli í 2-0 sigri liðsins á Everton um liðna helgi.
Rashford virtist togna í nára og fór haltur af velli, United segir á vef sínum að framherjinn missi af næstu leikjum.
Á vefnum segir einnig að Rashford muni ná síðustu leikjum tímabilsins en United mætir Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.
United hefur hingað til á tímabilinu treyst mikið á Rashford í sóknarleik sínum og ljóst að fjarvera hans er mikill hausverkur fyrir Erik ten Hag.