fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Mistök sem gætu reynst dýr – „Ófyrirgefanlegt“ segir Rúrik

433
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 21:06

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan vann Napoli 1-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Ismael Bennacer á 40. mínútu. Hann setti boltann í markið eftir frábæran undirbúning Brahim Diaz í aðdragandanum.

Það er ekki nóg með það að Napoli fari marki undir í seinni leikinn suður frá heldur verða tveir lykilmenn í banni.

Miðvörðurinn Zambo Anguissa fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 74. mínútu og þá uppskar Min-Jae Kim, lykilhlekkur í hjarta varnarinnar, gult spjald sem setur hann í leikbann.

Gula spjaldið fékk Kim fyrir kjaftbrúk og gæti það reynst dýrt. Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tjáði sig um þetta á Viaplay.

„Þetta má ekki gerast. Þetta er útsláttarkeppni,“ sagði Rúrik.

„Þetta er ófyrirgefanlegt gult spjald sem Kim fær fyrir að hreyta í dómarann.“

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar