fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Segir menn hafa „skitið í sig“ gegn Ronaldo og Manchester United

433
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 22:00

Samir Nasri í leik með Arsenal. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samir Nasri, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City, segir að leikmenn fyrrnefnda liðsins hafi engan veginn höndlað það að mæta Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2009.

Um fyrsta tímabil Nasri með Arsenal var að ræða og fór liðið alla leið í undanúrslit. Þar var andstæðingurinn United og töpuðu Skytturnar samanlagt 4-1.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá svona stemningu á Emirates-vellinum,“ segir Nasri.

Cristiano Ronaldo fagnar marki í undanúrslitaleiknum sem um ræðir. Getty

„Þegar þú ferð inn í svona leik þar sem hrollur fer um þig allan heldur þú að þú sért að fara að eiga frábæran leik. 

Svo skitum við í okkur. Við skitum í okkur og mættum frábærum Cristiano Ronaldo.“

United fór í úrslitaleikinn og tapaði þar 2-0 fyrir lærisveinum Pep Guardiola í Barcelona.

Nasri lagði skóna á hilluna árið 2020. Auk Arsenal og City lék hann fyrir lið á borð við West Ham og Marseille á ferlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður