fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Chelsea staðfestir ráðninguna á Lampard – Yfirlýsing eiganda Chelsea vekur athygli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur staðfest þau tíðindi að Frank Lampard sé nýr stjóri liðsins og hann sé ráðinn tímabundið, eða út tímabilið.

Í yfirlýsingu segja eigendur félagsins þeir Todd Boehly og Behdad Eghbali. „Við erum glaðir með að fá Frank aftur á Stamford Bridge, hann er heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar sem goðsögn hjá þessu félagi,“ segir í yfirlýsingu eigandanna.

Að vera í heiðurshöll er ansi merkilegt í Bandaríkjunum þar sem eigendurnir koma frá.

„Við höldum áfram að leita að stjóra til framtíðar. VIð viljum ná árangri og Frank hefur alla þá hæfileika sem til þarf til að koma okkur yfir línuna.“

Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann átti eins og flestir vita glæstan feril sem leikmaður þar.

Lampard var rekinn frá Everton fyrr á þessu ári en Chelsea er stjóralaust eftir að hafa rekið Graham Potter.

Lampard var mættur á Stamford Bridge í fyrradag en leikmönnum Chelsea var afar vel við Lampard þegar hann stýrði liðinu síðast.

Graham Potter var rekinn úr starfi Chelsea á sunnudag en líklegast er talið að Luis Enrique taki við í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona