Newcastle 2 – 0 Manchester United
1-0 Joseph Willock(’65)
2-0 Callum Wilson(’88)
Newcastle United er komið í þriðja sæti ensku úrvalseildarinnar eftir leik við Manchester United í dag.
Um var að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru að bejrast um Meistaradeildarsæti.
Newcastle var að vinna sinn þriðja leik í röð og hafði betur 2-0 og er með 50 stig, líkt og Rauðu Djöflarnir.
Man Utd hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð og er aðeins einu stigi á undan Tottenham sem er í fimmta sætinu.
Sigur Newcastle var verðskuldaður í dag en liðið átti 22 marktilraunir að marki gestanna gegn aðeins sex.