fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Ákveðinn í að Arsenal eigi ekki séns í titilbaráttunni – ,,Þar fá þeir kennslustund“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 11:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur enga trú á því að Arsenal muni fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City er í öðru sæti og á leik til góða.

Arsenal er því með ansi góða forystu þegar liðið á eftir að spila tíu leiki en Man City fær erfitt verkefni í dag og leikur við Liverpool.

Cole segir að Arsenal eigi eftir að heimsækja bæði Man City og Liverpool og hefur enga trú á að félagið nái í stig úr þeim leikjum.

,,Ég er enn sannfærður um að Manchester City vinni deildina. Þeir eru með hvað, átta stiga forskot? Liverpool hefur ekki verið stöðugt og ég býst við að Man City vinni leikinn,“ sagði Cole.

,,Arsenal, já já. Þeir eiga eftir að fara bæði á Etihad og Anfield. Í hvert skipti sem ég sé Arsenal spila við Man City þá fá þeir kennslustund og þá meina ég alvöru kennslustund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur