fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Ákveðinn í að Arsenal eigi ekki séns í titilbaráttunni – ,,Þar fá þeir kennslustund“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 11:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur enga trú á því að Arsenal muni fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City er í öðru sæti og á leik til góða.

Arsenal er því með ansi góða forystu þegar liðið á eftir að spila tíu leiki en Man City fær erfitt verkefni í dag og leikur við Liverpool.

Cole segir að Arsenal eigi eftir að heimsækja bæði Man City og Liverpool og hefur enga trú á að félagið nái í stig úr þeim leikjum.

,,Ég er enn sannfærður um að Manchester City vinni deildina. Þeir eru með hvað, átta stiga forskot? Liverpool hefur ekki verið stöðugt og ég býst við að Man City vinni leikinn,“ sagði Cole.

,,Arsenal, já já. Þeir eiga eftir að fara bæði á Etihad og Anfield. Í hvert skipti sem ég sé Arsenal spila við Man City þá fá þeir kennslustund og þá meina ég alvöru kennslustund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“