fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Segir að Steven Gerrard verði að hætta þessu til að eiga framtíð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Keys fyrrum fréttamaður hjá Sky Sports og nú starfandi fréttamaður í Katar segir að Steven Gerrard verði að hætta að taka þátt í viðburðum hjá Liverpool, vilji hann fá annað starf í ensku úrvalsdeildinni.

Keys lætur orðin falla eftir að Gerrard spilaði fyrir goðsagnarlið Liverpool í leik um helgina. Gerrard var rekinn sem stjóri Aston Villa fyrr í vetur.

„Ef Gerrard hefur metnað til þess að halda áfram að starfa í ensku úrvalsdeildinni sem þjálfari þá tel ég að hann verði að hætta að spila svona leiki fyrir goðsagnir Liverpool. Líkt og hann gerði síðustu helgi,“ segir Keys.

„Gerrard þarf að fjarlæga sig Liverpool í nokkur ár til viðbótar, hans stærsta vandamál hjá Aston Villa var það að stuðningsmenn sáu hann sem fyrirliða Liverpool.“

„Þetta byrjaði ágætlega, Gerrard sagði alla réttu hlutina en þegar tíminn leið og það gekk illa. Þá var auðvelt að benda á þetta, þrátt fyrir árin tvö hjá Rangers.“

Keys hafði þó þetta að segja líka. „Mögulega hefur hann gefið upp vonina að vera þjálfari, ef hann hefur ekki gert það þá fer hann ekki í svona leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið