fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
433Sport

Nagelsmann muni ekki taka við Tottenham – Segja þetta vera ástæðuna fyrir því

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 09:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski vef­miðillinn Bild heldur því fram að Juli­an Nagels­mann, sem var á dögunum rekinn úr starfi knatt­spyrnu­stjóra Bayern Munchen, muni ekki taka við stjórnar­taumunum hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Totten­ham.

Nagels­mann var á dögunum, nokkuð ó­vænt, rekinn úr starfi knatt­spyrnu­stjóra Bayern Munchen. Fréttirnar bárust knatt­spyrnu­stjóranum unga frá fjöl­miðlum en hann var þá staddur í fríi í Austur­ríki og hafði ekkert heyrt frá for­ráða­mönnum Bayern Munchen sem höfðu nú þegar fundið eftir­mann hans.

Svo fór að starfs­lok Nagels­mann voru stað­fest eftir fund hans með for­ráða­mönnum fé­lagsins og inn var ráðinn Thomas Tuchel.

Á svipuðum tíma var greint frá því að Antonio Conte hefði verið sagt upp störfum sem knatt­spyrnu­stjóri enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Totten­ham. Lögðu því margir tvo og tvo saman og fengu það út að Nagels­mann væri lík­legur til þess að taka við Totten­ham.

Nú heldur Bild því hins vegar fram að Nagels­mann muni ekki taka við Totten­ham á næstunni. Hann ætli að taka sér hlé frá þjálfun og greina það í þaula hvað fór úr­skeiðis hjá sér með Bayern Munchen.

Nagels­mann mun ekki greina þá hluti á at­vinnu­leysis­bótum. Hann er á launa­skrá hjá Bayern Munchen til ársins 2026, eða þegar að samningur hans við fé­lagið átti að renna út.

Undir stjórn Nagels­mann varð Bayern þýskur meistari tíma­bilið 2021/2022 og þá vann liðið ofur­bikarinn heima fyrir í tví­gang. Á yfir­standandi tíma­bili situr Bayern Munchen í 2. sæti þýsku úr­vals­deildarinnar, einu stigi á eftir topp­liði Borussia Dort­mund og þá er fé­lagið komið í átta liða úr­slit Meistara­deildar Evrópu þar sem fram undan er ein­vígi við Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sádar sýna Dybala áhuga en hann vil helst vera áfram

Sádar sýna Dybala áhuga en hann vil helst vera áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur

Chelsea fær hátt í milljarð í viðbót fyrir Hazard þó hann sé löngu hættur