fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir sögulegan stórsigur – Fyrirliðinn stórkostlegur

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 17:53

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sinn stærsta sigur í keppnisleik í sögunni þegar liðið vann 0-7 sigur á Liechtenstein nú rétt í þessu.

Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleik en báðir voru að skora sín fyrstu mörk sín fyrir landsliðið.

Aron Einar Gunnarsson tók svo yfir sviðið í síðari hálfleik og skoraði þrennu. Fyrstu tvö mörk Arons komu með skalla eftir fast leikatriði.

Það fimmta kom svo úr vítaspyrnu og þrenna Arons var fullkomnuð. Aron hafði skorað tvö mörk í fyrstu 100 landsleikjum sínum en mörkin eru nú fimm í heildina í 101 landsleik.

Andri Lucas Guðjohnsen bætti svo við sjötta marki Íslands með fínu marki á fjærstönginni. Dagskránni var hins vegar ekki lokið því Mikael Egill Ellertsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og kom Íslandi í 0-7.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skorar sjö mörk í keppnisleik, áður hafði liðið aðeins skorað fjögur mörk í keppnisleik. Er þetta því stærsti sigur sögunnar en Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins hefur átt undir högg að sækja hjá íslensku þjóðinni.

Hér eru einkunnir leikmanna Íslands.

Rúnar Alex – 7
Hafði svo gott sem ekkert að gera í dag.

Guðlaugur Victor – 7
Komst mjög vel frá þægilegu verkefni í dag.

Aron Einar (75′) – 9
Gjörsamlega frábær í dag. Þrenna og stoðsending auk þess sem hann átti þátt í fyrsta markinu. Stýrði öllu á vellinum.

Hörður Björgvin (65′) – 7
Afar rólegur dagur hjá Herði.

Davíð Kristján – 7
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og var ansi sprækur.

Stefán Teitur – 7
Leysti stöðu sína vel á miðjunni

Jóhann Berg (46′) – 7
Sýndi flotta takta en fór af velli í hálfleik.

Hákon Arnar – 8
Skoraði, fiskaði víti og sýndi stórkostlega takta.

Arnór Sigurðsson (65′) – 6
Sást ekki mjög mikið til hans. Gerði frábærlega í marki sem dæmt var af Hákoni en það telst ekki með.

Jón Dagur – 8
Stoðsendingaþrenna og mjög flottur leikur á kantinum.

Alfreð Finnbogason (65′) – 7
Tókst ekki að skora en náði að tengja vel við miðjuna.

Varamenn
Mikael Anderson (46′) – 6
Mikael Egill Ellertsson (65′) – 7
Alfons Sampsted (65′) – 6
Andri Lucas Guðjohnsen (65′) – 7
Ísak Bergmann Jóhannesson (75′) – 6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands