fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið – Mætti til vinnu til að láta reka sig en verður á launum til 2026

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að opinber yfirlýsing frá þýska stórveldinu Bayern Munchen, þess efnis að Julian Nagelsmann, þjálfara liðsins hafi verið sagt upp störfum, berist í dag. Ákvörðunin hefur verið tekin og frétti Nagelsmann fyrst af þeim vendingum í fjölmiðlum.

Nagelsmann mætti á æfingasvæði Bayern rétt í þessu til að fá fréttirnar, hann fær laun til ársins 2026 frá þýska félaginu.

Þessu heldur knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano, sem var fyrstur með fréttirnar í gær, fram.

,,Það er minn skilningur að Julian Nagelsmann hafi ekkert heyrt frá Bayern Munchen enn þá. Þjálfarinn frétti fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla,“ skrifar Romano í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter.

Romano greindi einnig frá því í gær að forráðamenn Bayern hefðu nú þegar náð samkomulagi við þýska knattspyrnustjórann Thomas Tuchel um að taka við stjórnartaumunum á Allianz Arena.

Myndband af Nagelsman að mæta í dag eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok