fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Brast í grát eftir flutning sinn: Fær að heyra það frá Englendingum – Sögð hafa „slátrað“ þjóðsöngnum þekkta í gær

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 24. mars 2023 11:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ellynora hefur beðið stuðningsmenn enska landsliðsins afsökunar á flutningi sínum á enska þjóðsöngnum í gærkvöldi fyrir leik Ítalíu og Englands í undankeppni EM 2024. Ellyanora hefur fengið mikla gagnrýni á sig í kjölfar flutnings síns á þjóðsöngnum og segir tæknileg mistök hafa átt sér stað.

Reiðir stuðningsmenn enska landsliðsins fóru mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir flutning Ellynora á þjóðsöngnum, annað hvort var hún gagnrýnd harðlega eða þá að hæðst var að henni, margir sökuðu hana um að hafa slátrað þjóðsöngnum.

Ellynora ræddi við blaðamann Daily Mail eftir atvikið og þar segir blaðamaðurinn að hún hafi brostið í grát og beðist afsökunar á flutningi sínum.

„Ég er bara svo reið vegna þess sem átti sér stað vegna þess að ég vildi að þetta yrði fullkomið en það sem átti sér stað var ekki mín sök,“ segir söngkonan í samtali við Daily Mail.

Tæknileg mistök hafi átt sér stað.

„Ég var með tónlistina í eyranu og svo hætti hún og byrjaði aftur, og ég var farin að heyra hana tvööfalt, svo það þýddi að ég var ekki samstillt og það reyndist erfitt fyrir mig að ná tímasetningunni réttri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við