fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Þýska goðsögnin leggur orð í belg og óskar eftir öskubuskusögu á borð við Ísland – „Allir muna eftir víkingaklappinu þeirra“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska knatt­spyrnu­goð­sögnin Philip Lahm ritar pistil sem birtist á vef­síðu The Guar­dian í til­efni þess að undan­keppni EM 2024 í knatt­spyrnu er nú farin af stað. Lahm segir Evrópu þurfa á því að halda að Evrópu­mótið fari fram á næsta ári því slík mót geti vakið upp bjart­sýni hjá fólki. Þá vill hann sjá ösku­busku­sögu á borð við ævin­týri ís­lenska lands­liðsins á EM 2016.

„Minn draumur væri að sérhver leikmaður myndi finna kraftinn og stoltið sem því fylgir að fá tækifæri til þess að spila fyrir þjóð sína sem og Evrópu,“ skrifar Lahm í pistli sínum.

Evrópukeppnin í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi á næsta ári og óskar Lahm eftir öskubuskusögu.

„Ég myndi glaður fagna því að fá eina öskubuskusögu, eitthvað óvænt á borð við Ísland árið 2016,“ skrifar Lahm en íslenska landsliðið komst alla leið í 8-liða úrslit EM árið 2016, fyrsta stórmóti liðsins frá upphafi. „Allir muna eftir víkingaklappi þeirra. Svona mót geta vakið upp bjartsýni.

Eftir kórónuveirufaraldur, innrás Rússa í Úkraínu og orkukrísu væri frábært ef við getum sameinast á EM.“

Vegferð íslenska landsliðsins á EM 2024 í Þýskalandi hefst í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik í undankeppni mótsins gegn Bosníu & Herzegovinu á útivelli.

Philip Lahm varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014 / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard