fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Landsleikur Íslands í Bosníu sýndur á Viaplay – Kaupa þarf áskrift til að sjá leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 14:23

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Bosníu-Hersegóvínu í dag fimmtudag, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni útsendingu á Viaplay.

Til að sjá landsleikinn á Viaplay þarf að vera með Total Viaplay áskriftarleiðina sem kostar 2999 krónur á mánuði.

„Svona stór sjónvarpsréttur eins og íslenska landsliðið og undankeppni EM í fótbolta kostar mikla peninga. Áskriftin kostar 2990 krónur af Viaplay Total og það er gott verð að mér finnst. Í fyrsta skipti frá upphafi munu Íslendingar sjá alla leiki í undankeppni EM, þjónusta sem aldrei áður hefur verið í boði,“ segir Hjörvar Hafliðason stjórnandi Viaplay á Íslandi.

Viaplay er með réttinn af öllum landsleikjum íslenska karlalandsliðsins næstu árin en Hörður Magnússon og Kjartan Henry Finnbogason lýsa leiknum í kvöld. Þá munu landsliðsmennirnir fyrrverandi, Kári Árnason og Rúrik Gíslason sjá um að greina hlutina fyrir og eftir leik.

Ísland er í J-riðli og mætir, auk Bosníu-Hersegóvínu, Liechtenstein, Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg.

Hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona