fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Landsleikur Íslands í Bosníu sýndur á Viaplay – Kaupa þarf áskrift til að sjá leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 14:23

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mætir Bosníu-Hersegóvínu í dag fimmtudag, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni útsendingu á Viaplay.

Til að sjá landsleikinn á Viaplay þarf að vera með Total Viaplay áskriftarleiðina sem kostar 2999 krónur á mánuði.

„Svona stór sjónvarpsréttur eins og íslenska landsliðið og undankeppni EM í fótbolta kostar mikla peninga. Áskriftin kostar 2990 krónur af Viaplay Total og það er gott verð að mér finnst. Í fyrsta skipti frá upphafi munu Íslendingar sjá alla leiki í undankeppni EM, þjónusta sem aldrei áður hefur verið í boði,“ segir Hjörvar Hafliðason stjórnandi Viaplay á Íslandi.

Viaplay er með réttinn af öllum landsleikjum íslenska karlalandsliðsins næstu árin en Hörður Magnússon og Kjartan Henry Finnbogason lýsa leiknum í kvöld. Þá munu landsliðsmennirnir fyrrverandi, Kári Árnason og Rúrik Gíslason sjá um að greina hlutina fyrir og eftir leik.

Ísland er í J-riðli og mætir, auk Bosníu-Hersegóvínu, Liechtenstein, Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg.

Hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid