fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Komið að stóru stundinni í Zenica – Sjáðu frá stemningunni í borginni á leikdegi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 11:20

Frá Zenica í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Runninn er upp leikdagur í Zenica, þar sem íslenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í Bosníu-Hersegóvínu í kvöld. Óhætt er að segja að stemning sé farin að myndast á meðal heimamanna í borginni.

Um fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2024 er að ræða. Auk Íslands og Bosníu eru Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liecthenstein í riðlinum.

Bæði lið gera sér því vonir um að vera á meðal tveggja efstu í undanriðlinum og komast þannig á EM í Þýskalandi.

Það er rífandi stemning hjá heimamönnum í borginni Zenica. Það er ljóst þegar gengið er um borgina að mikið er í vændum í kvöld.

Fjöldi standa sem þessi eru í kringum leikvanginn og í borginni.

Það verður leikið á Bilino Polje leikvanginum í kvöld. Stemning og leikdagsandi var farinn að myndast þar strax í morgun þegar undirritaður mætti á svæðið.

video
play-sharp-fill

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 í kvöld að íslenskum tíma. 433.is mun fylgjast með gangi mála og flytja ykkur fréttir í dag og fram á kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
Hide picture