fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kári tjáir sig um mál Alberts og segir umræðuna þreytta fyrir landsliðsmenn – „Það var svo auð­velt að koma í veg fyrir þetta“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 19:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árna­son, fyrrum lands­liðs­maður Ís­lands í knatt­spyrnu telur að mál Alberts Guð­munds­sonar, sem ekki er með ís­lenska lands­liðinu sem í kvöld leikur sinn fyrsta leik í undan­keppni EM, hafi ekki haft á­hrif á þá leik­menn sem skipa ís­lenska lands­liðið í yfir­standandi verk­efni.

Sam­band Arnars Þórs Viðars­sonar, lands­liðs­þjálfara Ís­lands og Alberts Guð­munds­sonar, leik­manns hefur verið mikið í um­ræðunni. Arnar hefur verið sakaður um ó­sannindi varðandi á­stæðuna fyrir fjar­veru Alberts og var málið rætt í stúdíói hjá Viaplay fyrir leik Ís­lands og Bosníu & Herzegovinu í kvöld.

Sér­fræðingar Viaplay, fyrrum lands­liðs­mennirnir Kári Árna­son og Rúrik Gísla­son voru spurðir hvort mál Alberts hefði ein­hver á­hrif á þá sem nú skipa lands­liðs­hóp Ís­lands.

„Nei ég held ekki,“ svaraði Kári. „Auð­vitað eru menn að tala um þetta en þetta hefur ekkert á­hrif inn á vellinum. Þetta er kannski bara þreytt um­­ræða fyrir þá sem eru þarna, að það sé verið að fókusa á ein­hvern sem er ekki þarna á staðnum.

Rúrik tók í sama streng og bætti við að þeir sem fjöl­­miðla­­menn væru kannski að fá of miklar upp­­­lýsingar.

„Um það sem er að gerast inn í klefanum og hjá hópnum heldur en eðli­­legt er. En við fögnum því að fá fyrir­­­sagnir. Það þarf ekki alltaf allt að koma fram. Eins og manni var kennt að tala sem knatt­­spyrnu­­maður, segja sem minnst og ekki vera að bjóða upp á fyrir­­­sagnir.“

Það mátti lesa á orðum Kára að hann hefði viljað að málið hefði þróast öðru­vísi.

„Það var svo auð­velt að koma í veg fyrir þetta. Arnar átti bara að segja, ég ræð og ég vel liðið, hvern viljið þið tala um, aðra en þá sem eru ekki hérna.“

Leikur Ís­lands og Bosníu & Herzegovinu hefst klukkan 19:45

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard