fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kári lét gamminn geisa í hálfleik eftir arfaslaka frammistöðu íslenska landsliðsins – „Ég hef bara aldrei séð svona, þetta er ótrúlegt“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum varnarmaður í íslenska landsliðinu var allt annað en sáttur í stúdíói Viaplay í hálfleik í leik Bosníu & Herzegovinu og Íslands en staðan er 2-0 fyrir Bosníu. Varnarleikur Íslands hefur ekki verið til útflutnings.

„Þetta er bara alls ekki gott,“ sagði Kári, sérfræðingur Viaplay í hálfleik um leik íslenska liðsins. „Við sköpum nokkur hálffæri en þetta er ekki sannfærandi.

Þeir koma út úr hliðunum alveg blússandi, allir fram, fyrir utan það að varnarlínan situr eftir og fer í hina áttina. Ég hef bara aldrei séð svona, þetta er ótrúlegt.“

Í báðum mörkunum hafi leikmenn Bosníu fengið  að taka snertingu inn í teig.

„Menn verða að vera nálægt sínum mönnum inn í teig, þeir geta ekki bara verið reactive á hvað er að fara gerast. Þú verður að koma þér í meiri yfirburðarstöðu. Þetta er allt of linnt og ekki gott. Varnarlínan er bara stundum ekki í mynd þegar að þeir eru að sækja.“

Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í vítateig Íslands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnarleikur Íslands ekki til útflutnings.

Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvöfaldaði forystu heimamanna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu