fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg segir svekkelsið mikið eftir tapið í Bosníu – „Þetta maraþon er bara rétt að byrja“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:32

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld er liðið laut í lægra haldi gegn Bosníu, 3-0 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM. Hann segir varnarleik liðsins í heild sinni hafa orðið því að falli, þétta hefði þurft liðið betur.

„Þetta er auðvitað bara svekkjandi,“ sagði Jóhann í viðtali við Viaplay eftir leik. „Við vildum byrja þessa keppni betur en við gerðum og gáfum á okkur þrjú hálf léleg mörk. Sem lið vorum við ekki nægilega góðir varnarlega og þess vegna skora þeir þessi þrjú mörk. Þeir eru ekki að fá einhver dauðafæri en klára þau færi sem þeir fá ágætlega.“

Hvað var það sem hefði mátt gera betur?

„Við vorum bara aðeins of opnir, við hefðum þurft að þétta liðið betur. Við gerðum það ekki og þeir voru með þessa tvo framherja sem gerðu ágætlega. Við hefðum þurft að þétta liðið töluvert betur.

Hvernig var stemningin í klefanum eftir leik?

„Auðvitað er stemningin ekki góð en við leggjum þennan leik til hliðar. Þetta er ekki úrslitaleikurinn í þessari keppni, auðvitað vildum við koma og byrja betur en við eigum þá eftir í heimaleiknum og þá viljum við auðvitað ná fram hefndum það er klárt. Þetta maraþon er bara rétt að byrja.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard