fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Alfreð segir enga ástæðu til þess að hengja haus eftir svekkelsi í Bosníu – „Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:25

Alfreð Finnbogason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins var að vonum svekktur eftir 3-0 tap liðsins í undankeppni EM gegn Bosníu & Herzegovinu. Alfreð segir leikmenn íslenska liðsins hafa verið slegna tvívegis í byrjun en liðið þurfi nú bara að rífa sig í gang.

„Úrslitin eru náttúrulega ekki góð,“ sagði Alfreð í viðtali við Viaplay eftir leik. „Við vitum það manna best að við þurfum að gera betur ef við ætlum að fara áfram í þessari keppni. Við vorum svolítið slegnir í byrjun, þeir komast tvisvar inn í teig og skora tvö mörk, þeir voru svolítið maður á mann í teignum og það er hættuleg staða til að vera í.

Það er erfitt eftir 3-0 tap að gera þetta eitthvað fallegt en svona leikir vinnast og tapast í teigunum tvem, þeir voru skarpir í teig fram á við og við ekki nógu skarpir í okkar teig. Þetta var bara gríðarlega svekkjandi tap.“

Alfreð segir leikmenn Íslands hafa haft trú á því að snúa dæminu í seinni hálfleik í stöðunni 2-0.

„Ekk spurning, eitt mark kæmi okkur aftur inn í þetta. Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn ágætlega án þess að skapa einhver stór færi, þeir voru að leyfa okkur að vera með boltann og við áttum í vandræðum með að komast í gegnum þá. Þeir voru mjög lokaðir á miðjum vellinum og við leituðum því út á við.  Það er líka erfitt að finna þannig lausnir. Við þurfum bara að vinna í okkar málum og rífa okkur í gang.“

Hvernig er stemningin í klefanum hjá íslenska landsliðinu eftir leik?

„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til þess að gera allt aðra hluti en við sýndum hér í kvöld, það er nokkuð ljóst því við erum keppnismenn. Það er gríðarlegt svekkelsi í hópnum, við ætluðum ekki að byrja keppnina svona en á hinn bóginn er fullt af leikjum eftir. Það á mikið eftir að gerast í þessari keppni og engin ástæða til að hengja haus. Það er bara áfram gakk og sækja þrjú stig á sunnudaginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“