fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór rýfur loks þögnina um harðorðan pistil Gumma Ben – „Ég hef alltaf sagt það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 á morgun. Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.

Þar var spurt út í pistilinn sem Guðmundur Benediktsson birti á dögunum. Arnar hefur ekki valið son Guðmundar, Albert Guðmundsson, í landsliðshópinn. Það virðist anda köldu þeirra á milli.

„Viðbrögð mín eru ekki mikil. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að pæla í svona hlutum. Það er nóg að gera. Við erum að einbeita okkur að leiknum á morgun,“ sagði Arnar um málið í kvöld.

Guðmundur var harðorðaur í pistili sínum og sagði meðal annars. „Eftir símtal þeirra á milli ákveður hann að ráðast á Albert og ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn reynir að gera lítið úr honum eftir að hafa tilkynnt hóp sinn. Ég veit ekki hvaða belgísku þjálfaranámskeið AÞV hefur setið en ég vona að þessi nálgun sé ekki kennd þar né á öðrum námskeiðum,“ skrifaði Gummi.

Arnar Þór segir að allir megi hafa skoðun á sér en hann einbeitir sér að leiknum á morgun.

„Ég hef alltaf sagt það að allir megi og þurfi að hafa sínar skoðanir. Ég geri bara það sem ég get gert og stjórna því sem ég get stjórnað, vinn mína vinnu.“

Meira:
Harðorð yfirlýsing frá Gumma Ben – Sakar Arnar um að ráðast á son sinn og gera lítið úr honum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“