fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sævar lýsir óhugnanlegu atviki á dögunum – „Ég ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen

Sævar Atli Magnússon telur að leikur íslenska landsliðsins við það bosníska á fimmtudag muni ráðast á smáatriðum. Hann er þó vongóður um að Ísland standi uppi sem sigurvegari.

Um fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2024 er að ræða. Hann fer fram í Zenica í Bosníu. Auk Íslands og Bosníu eru í undanriðlinum Portúgal, Slóvakía, Lúxemborg og Liecthenstein.

Íslenska liðið æfir nú í Munchen en ferðast til Bosníu fyrir leikinn á fimmtudag.

„Mér líst hrikalega vel á þetta. Þetta verður áhugaverður leikur að því leyti að þetta er fyrsti leikur hjá nýjum þjálfara hjá þeim. Við vitum ekki enn hvernig völlurinn er og þurfum að vera klókir,“ segir Sævar Atli Magnússon í aðdraganda leiksins við Bosníu.

Hann er nýr í íslenska landsliðinu og er að spila sínu fyrstu keppnisleiki í komandi verkefnu, að því gefnu að hann komi við sögu.

„Þjálfarinn getur valið úr öllum leikmönnum á Íslandi svo ég er mjög glaður að vera hérna. Það er heiður og ég ætla að nýta þetta til hins ýtrasta.“

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon eru saman hjá Lyngby. Mynd: Lyngby

Sævar fékk rosalegan skurð á dögunum í leik gegn Horsens í dönsku úrvalsdeildinni, en hann er á mála hjá Lyngby.

„Þeir eru þekktir fyrir að fara 100% í hvert einasta návígi. Það kom 50/50 bolti, eða í raun 70/30 fyrir mig. Boltinn fer upp í loft, ég stend kyrr, sé hann út undan mér svona þremur metrum frá mér. Ég stend upp, sé hann koma á fleygiferð. Ég var ekki að fara að bakka út úr þessu einvígi, það er ekki í boði. Þannig ég skalla á móti og skalla hann í hnakkann. Ég fæ mikinn verk, leggst niður, ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir. Þá hugsaði ég: Jæja, þetta getur ekki verið gott. Ég er feginn að hafa ekki fengið heilahristing.

Ég hugsaði: Andskotinn, er ég að fara út af núna og missa af landsleikjunum?“

Sævar er bjartsýnn á að íslenska liðið hefji undankeppni EM af krafti með góðum úrslitum í Bosníu á fimmtudag.

„Við vitum ekki alveg við hverju við eigum að búast við en þegar ég horfi á liðið og hópinn sem við erum með þá tel ég okkur eiga góða möguleika. Ég held að þetta muni snúast um einhver ein, tvö mistök öðru hvoru megin. Ég trúi því að þetta muni detta okkur í hag.

Það eru margir að spila vel. Menn eru spila vel með sínum liðum og sjálfstraust er það mikilvægasta í fótbolta. Það er góð blanda í hópnum og mér líst hrikalega vel á þetta.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Í gær

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
Hide picture