fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Miðasala á heimaleiki Íslands hefst í dag – Fjölbreyttari verðflokkar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. mars 2023 11:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótsmiðasala á heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2024 hefst nú klukkan 12 á tix.is.

Ísland hefur leik í undankeppninni í lok mars og verður fyrsti heimaleikurinn spilaður á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Með Íslandi í riðli eru Slóvakía, Portúgal, Bosnía Hersegóvína, Lúxemborg og Liechtenstein. Mótsmiðar gilda á alla heimaleiki Íslands í keppninni.

Með kaupum á mótsmiða fæst 20% afsláttur af miðum í almennri miðasölu. Vakin er athygli á fleiri og fjölbreyttari verðflokkum á landsleiki á Laugardalsvelli en áður. Nú er hægt að kaupa miða í fimm verðflokkum, sem fyrr með 50% afslætti fyrir 16 ára og yngri.

Miðakaupendur fá sömu sætin á alla fimm leikina og er hægt að fá miða allt frá kr. 8.800 til kr. 36.400 á alla fimm leikina. Mótsmiðasölu lýkur miðvikudaginn 17. maí kl. 12:00. Almenn miðasala á stakan leik hefst tveimur vikum fyrir hvern leik.

Ísland – Slóvakía laugardaginn 17. júní kl. 18:45
Ísland – Portúgal þriðjudaginn 20. júní kl. 18:45
Ísland – Bosnía Hersegóvína mánudaginn 11. september kl. 18:45
Ísland – Lúxemborg föstudaginn 13. október kl. 18:45
Ísland – Liechtenstein mánudaginn 16. október kl. 18:45

Hér fyrir neðan má sjá mótsmiðaverð í hverju verðsvæði fyrir sig ásamt skýringarmynd af stúkum vallarins.

Kaupa miða á tix.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“