fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Liverpool er úr leik eftir tap í Madríd – Öruggt hjá Napoli

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 21:54

Karim Benzema skorar mark sitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid og Napoli komust þægilega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Spænska liðið fékk Liverpool í heimsókn. Fyrri leiknum lauk 5-2 fyrir Real Madrid á Anfield.

Fyrri hálfleikur var opinn og afar skemmtilegur. Liverpool fékk svo sannarlega tækifæri til að saxa á forskot Real Madrid en allt kom fyrir ekki.

Að sama skapi þurfti Alisson í tvígang að verja meistaralega í marki Liverpool.

Markalaust var í hálfleik þrátt fyrir mikið fjör.

Real Madrid spilaði seinni hálfleikinn afar vel og sigur þeirra í einvíginu var aldrei í hættu.

Karim Benzema batt endanlega enda á allar vonir Liverpool um að komast áfram þegar hann skoraði á 79. mínútu. Borstinn barst þá til hans í teignum og hann skoraði í opið mark.

Lokatölur í kvöld 1-0 og 6-2 samanlagt.

Osimhen skoraði tvö Getty

Napoli var sömuleiðis í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum gegn Frankfurt.

Eftir rólegan fyrri hálfleik kom markavélin Victor Osimhen Napoli yfir í lok hans.

Hann bætti við marki í seinni hálfleik áður en Piotr Zielinski innsiglaði 3-0 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United