fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Er þetta kannski ástæða þess að Helgi Björns meikaði það? – „Hann væri enn að vinna á höfninni“

433
Sunnudaginn 12. mars 2023 07:00

Helgi Björns. Mynd: Brynja Kristinsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Guðmundsson mætti í settið í Íþróttavikunni sem sýnd er á Hringbraut öll föstudagskvöld. Gaupi, eins og hann er ávalt kallaður, fór þar yfir sviðið og rifjaði upp þegar hann var söngvari í hinum ýmsu böndum og ætlaði að vera poppstjarna.

„Frá 16 ára til 21 árs var ég í þessum bransa og náði að leika fyrir dansi á öllum heldur öldurhúsum borgarinnar eins og Glaumbæ, Silfurtúni, Tjarnabíó og fleiri. Náði svolítið að taka hringinn og fara á sveitaböll víða um land. Upplifa smá rútubílafyllerí,“ sagði hann og hló.

Á vefsíðunni Glatkistunni segir frá Hljómsveitinni Tívolí þar sem Ellen Kristjánsdóttir var meðal annars söngkona. Um sumarið 1977 voru uppi hugmyndir um að bæta við öðrum söngvara og var Gaupi nefndur í því samhengi, hann kom einu sinni fram með sveitinni en ekki varð meira úr því samstarfi.

„Ég tók eitt gigg með þeim. Ég var að velta því fyrir mér en ég var eiginlega kominn í annað. Það sem truflaði mig á þessum tíma var að Rabbi heitinn og Rúnar Þórisson gítarleikari voru með hljómsveit á Ísafirði og þeir voru búnir að liggja í mér að koma vestur og taka með þeim sumargigg. Ég var lengi vel að spá í það. Stökkva um borð sem ég gerði ekki og þeir stofna í kjölfarið Grafík.

Það var kannski gott því þá hefðu þeir ekki fundið Helga Björns og hann væri enn að vinna á höfninni.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
Hide picture