fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Piers Morgan segir sturlun vera í gangi eftir brottrekstur Gary Lineker – „Engu betri en alræðisstjórnir eins og Kína og Norður-Kórea“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. mars 2023 10:54

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn þáttarstjórnandi verður í knattspyrnuþættinum Match of the Day sem er á dagskrá BBC í dag. Gary Lineker hefur lengi verið aðalstjórnandi þáttarins en hann hefur verið látinn stíga til hliðar eftir að hafa viðrað skoðanir sínar á hertri stefnu ríkisstjórnarinnar gegn flóttamönnum.

Sjá einnig: Enginn verður í settinu – Neita að mæta til að sýna stuðning

Aðrir samstarfsmenn Lineker í Match of the Day hafa í kjölfarið neita að mæta í þátt dagsins þar sem farið er yfir leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður í fyrsta sinn sem enginn stýrir þættinum en aðeins verða atriði úr leikjum dagsins sýnd.

Fjölmiðlamaðurinn og Arsenal-áhangandinn Piers Morgans er ekki að skafa utan af því þegar hann tjáir sig um þetta á Twitter. Hann kallar það tilburði á pari við vinnubrögð alræðisstjórna þegar fólk getur átt á hættu að missa störf sín fyrir að tjá skoðanir sínar. Piers segir:

„Það er algjör sturlun að Bretland sé orðið að landi þar sem það getur kostað þig starfið að hafa skoðun. Ef við varðveitum ekki og verjum tjáningarfrelsið með kjafti og klóm, líka skoðanir sem við persónulega fyrirlítum, þá erum við engu betri en alræðisstjórnir eins og Kína og Norður-Kórea.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“