fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United duglegir að skjóta á stjóra Betis eftir ummælin – Hafði gaman að 7-0 tapinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. mars 2023 21:21

Pellegrini var eitt sinn stjóri City.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuel Pellegrini, stjóri Real Betis, hafði nokkuð gaman af leik helgarinnar er Liverpool vann Manchester United, 7-0.

Pellegrini þekkir vel til Englands en hann þjálfaði Manchester City um tíma og síðar West Ham.

Hann gat því notið þess að sjá granna Man City tapa þessum leik en gat þó ekki séð sex mörkin sem Liverpool skoraði í beinni útsendingu.

Pellegrini fær brátt tækifæri á að mæta Man Utd sjálfur en Betis spilar við þá ensku í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Ummæli Pellegrini eldast ekki of vel en hans menn töpuðu 4-1 gegn Man Utd í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Stuðningsmenn enska stórliðsins hafa verið duglegir að skjóta á Pellegrini fyrir ummælin og gera grín að honum eftir úrslitin.

,,Þetta var ótrúlegt. Ég horfði á fyrstu 45 mínúturnar en eftir það áttum við leik gegn Real Madrid,“ sagði Pellegrini.

,,Ég gat ekki séð þegar Liverpool skoraði hin sex mörkin. Að fá svona mörg mörk á sig í slag erkifjenda, það verður ekki auðvelt fyrir þá.“

,,Ég er hins vegar stuðningsmaður Manchester City svo ég var nú ekki svo leiður yfir því sem átti sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum