Paris Saint-Germain féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær eftir tap gegn Bayern Munchen.
Leiknum lauk 2-0 og vann Bayern einvígið samanlagt 3-0.
Jamie Carragher var ómyrkur í máli er hann ræddi Parísarliðið á CBS Sports eftir leik.
„Ég er mjög ánægður með að PSG sé dottið út. Mér líkar ekki við hvernig þetta er byggt upp. Þetta er ekki lið.
Í fimm ár af síðustu sjö hafa þeir dottið út í 16-liða úrslitum. Þeir eyða meiri pening en nokkur annar og eru með bestu leikmenn í heimi.
Þetta er sýnir hversu mikilvægt er að vera lið. Við elskum einstaklinga innan liðs en þetta er ekki lið.“
Þá segir Carragher að stjarna PSG, Kylian Mbappe, þurfi að fara annað.
„Kylian Mbappe þarf að yfirgefa þetta félag.“
#Mbappé should leave #PSG ASAP!
Great individuals will never be better than a great team 💯
— Jamie Carragher (@Carra23) March 8, 2023