fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Miklar gleðifréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Jesus mætti á æfingu dagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus æfði með aðalliði Arsenal í dag, degi fyrir leik liðsins gegn Sporting í Evrópudeildinni.

Liðin mætast í fyrri leik 16-liða úrslita keppninnar annað kvöld og fara leikmenn Arsenal til Portúgal í dag. Síðari leikurinn fer fram í London viku síðar.

Jesus hefur verið meiddur síðan á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót. Hann meiddist á hné í leik með Brasilíu og þurfti að fara í aðgerð.

Mikel Arteta sagði í síðustu viku að Jesus færðist nær því að snúa aftur og það virðist ætla gerast fljótlega.

Kappinn var mættur á æfingu Arsenal í dag.

Í gær var greint frá því að Jesus gæti óvænt ferðast með Arsenal í leikinn við Sporting.

Það eru þó afar litlar líkur á að sóknarmaðurinn spili gegn Sporting. Ferðalag hans með liðinu yrði aðeins hluti af því að koma honum inn í hlutina á ný.

Talið er líklegt að Jesus snúi aftur í byrjun apríl gegn Leeds eftir landsleikjahlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson