fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Vill fá Szczesny til sinna fyrrum erkifjenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 21:30

Szczesny í leik með Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, vill fá Wojciech Szczesny til félagsins.

Það er Gazzetta dello Sport sem heldur þessu fram.

Szczesny, sem er 33 ára gamall, er á mála hjá Juventus. Þar starfaði Paratici áður og vill því nýta tengslin við sitt gamla félag til að fá pólska markvörðinn.

Samningur Szczesny við Juventus rennur út eftir næstu leiktíð og er möguleiki á eins árs framlengingu í honum.

Szczesny er fyrrum leikmaður Arsenal og væri sárt fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá hann hjá erkifjendunum í Tottenham.

Það er þó ólíklegt að Szczesny sé á förum á næstunni. Hann kann afar vel við sig hjá Juventus og er lykilmaður.

Pólverjinn hefur áhuga á að ljúka ferlinum í Bandaríkjunum en er afar sáttur hjá ítalska stórveldinu í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“