fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Urðar yfir fyrir­liðann: Er hann leið­toginn sem aðrir eiga að fylgja? – „Bruno Fernandes, hneigðu þig fyrir eina verstu frammi­­stöðu sem ég hef séð hjá leik­manni“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. mars 2023 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrir­liði Manchester United hefur fengið á sig mikla gagn­rýni, meðal annars frá fyrrum fyrir­liðum fé­lagsins, eftir 7-0 skellinn sem Manchester United fékk gegn erki­fjendum sínum í Liver­pool í gær.

Margir eru ó­sáttir með at­hæfi Fernandes innan vallar í í pistli sem birtist á vef Daily Mail núna í morguns­árið fer Chris Sutt­on, blaða­maður miðilsins ekki mjúkum höndum um leik­manninn.

„Bruno Fernandes, hneigðu þig fyrir eina verstu frammi­stöðu sem ég hef séð hjá leik­manni í ensku úr­vals­deildinni, klár­lega verstu frammi­stöðu sem ég hef séð hjá fyrir­liða í deildinni.“

Sutt­on listar þá upp allt það sem honum fannst að leik Bruno í fær.

„Hann ýtti við að­stoðar­dómaranum, lét eins og nef sitt hefði sprungið er hann fékk högg á bringuna, tók dýfuna og reyna að fá víta­spyrnu dæmda á Alis­son, neitaði að elta uppi Stefan Bajetic komst fram hjá honum. Hann veifaði höndum upp í loft þegar að Erik ten Hag skipti honum ekki af velli.“

Ekkert í frammi­stöðu Fernandes hafi gefið til kynna að þarna væri at­vinnu­maður í í­þróttinni á ferð.

„Þetta minnti helst á pirrandi barn.“

Sutt­on myndi ekki vera ó­sam­mála því ef fyrir­liða­bandið yrði tekið af leik­manninum.

„Pau­lo Di Canio fékk 11 leiki árið 1998. Ég yrði ekki ó­sam­mála sam­bæri­legri á­kvörðun núna ef Fernandes yrði refsað. Þetta var skammar­legt og vand­ræða­legt, ó­virðing.

Nógu slæmt er það nú þegar að Liver­pool er að tæta þig í sundur en þegar að þú sérð leik­manninn með fyrir­liða­bandið pirrast út í Ten Hag fyrir að skipta sér ekki af velli. Er hann í raun leið­toginn sem allir aðrir eiga að fylgja?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu