fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Las leikmönnum Manchester United pistilinn: Ættu að skammast sín – ,,Myndi láta mig hverfa í nokkra mánuði“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 18:40

Samsett mynd / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur Sky Sports segir að leikmenn félagsins ættu að skammast sín og best væri ef þeir létu sig hverfa í nokkra mánuði eftir 7-0 tap liðsins gegn erkifjendunum í Liverpool.

Manchester United kom inn í leik dagsins á góðri siglingu í ensku úrvalsdeildinni, sömuleiðis varð liðið á dögunum enskur bikarmeistari.

Leikmenn Liverpool, sem hafa oft á tíðum á yfirstandandi tímabili lent í basli, léku á alls oddi í dag. Manchester United sá aldrei til sólar.

Liverpool niðurlægði Manchester United á Anfield – Sækja nú fast að Meistaradeildarsæti

,,Þetta er sjokkerandi dagur,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir leik. ,,Markið sem kom strax eftir hálfleikinn sá til þess að þar var leik lokið.“

Reyndari leikmenn liðsins hafi verið niðurlægðir.

,,Þeir sýndu enga leiðtogahæfni. Mörkin sem liðið fékk á sig voru sjokkerandi. Þetta er erfiður dagur fyrir Manchester United.

Guði sé lof að ég hef aldrei verið hluti af liði Manchester United sem hefur tapað með svona miklum mun.

Leikmenn voru niðurlægðir, ættu að skammast sín fyrir þessa frammistöðu. Þegar að á harðbakkann sló, hurfu þeir.“

Keane segir vanann eftir svona tapleiki að leikmenn láti sig hverfa af almannasviðinu í nokkra daga.

,,Gleymið því að láta sig hverfa í nokkra daga, ég myndi láta mig hverfa í nokkra mánuði, svo niðurlægjandi eru þessi úrslit fyrir leikmennina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona