fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Íslensku nafnarnir léku lykilhlutverk og skoruðu mörkin í sigri Norrköping á Gautaborg

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 17:23

Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski liðsfélagarnir hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason léku stórt hlutverk í 4-0 sigri liðsins á IFK Gautaborg í dag.

Leikur liðanna var hluti af sænsku bikarkeppninni og það var Arnór Sigurðsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu.

Nokkrum mínútum síðar, nánar tiltekið í uppbótartíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik, tvöfaldaði Arnór Ingvi forystu Norrköping og þar við sat þegar liðin héldu inn til búningsherbergja í hálfleik.

Arnór Sigurðsson bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki Norrköping með marki úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á seinni hálfleik og Laorent Shabani rak síðan smiðshöggið á 4-0 sigur Norrköping.

Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í leiknum, þá kom Andri Lucas Guðjohnsen inn sem varamaður í liði Norrköping í síðari hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda