fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Harðorður í garð fyrirliðans sem væli út í allt og alla – ,,Frammistaða hans í dag er ekki fyrirliða sæmandi“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 20:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary N­evil­le, fyrrum fyrir­liði Manchester United hjólaði í nú­verandi fyrir­liða liðsins, Bruno Fernandes eftir niður­lægingu liðsins gegn erki­fjendunum í Liver­pool í ensku úr­vals­deildinni í dag.

Leik dagsins lauk með 7-0 sigri Liver­pool, eitt­hvað sem spark­s­pekingar Sky Sports, þar á meðal Gary N­evil­le, eru sam­mála um að sé niður­læging fyrir fé­lagið.

,,Það eru á­kveðnir hlutir sem ég sá í seinni hálf­leik leiksins sem eru al­gjör skömm fyrir leik­menn Manchester United.

Ég ætla að byrja á Bruno Fernandes, ég hef fengið nóg af því að sjá hann veifa höndum inn á vellinum framan í liðs­fé­laga sína, hef fengið nóg af því að sjá hann ekki skila sér til baka í vörnina.

Hann vælir út í allt og alla, fer niður of auð­veld­lega líkt og við sáum í dag þegar að ýtt var í bringuna á honum og hann hélt fyrir and­litið í kjöl­farið.

Hann verður að hegða sér og skila frammi­stöðu sem er fyrir­liða sæmandi, frammi­staða hans í dag er ekki fyrir­liða sæmandi.“

N­evil­le er full­viss um að Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United muni lesa yfir Fernandes á næstu 48 klukku­stundunum.

,,Hann hefur gert það nokkrum sinnum yfir yfir­standandi tíma­bil og ég býst við því að allt fari í eðli­legt horf í næstu viku. Þeir þurfa hins vegar að vinna fyrir þessu.

Þeir voru að tapa 7-0 á móti Liver­pool í treyju Manchester United, það er skömm að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar