fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Alíslenskt mark að hætti Alfreðs og Kolbeins tryggði Lyngby mikilvæg þrjú stig gegn Brøndby

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 16:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyngby, sem spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar, vann í dag mikilvægan sigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Lyngby.

Það var hreinræktað íslenskt mark sem kom Lyngby á bragðið því að á 63. mínútu leiksins kom Alfreð Finnbogason boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Kolbeini Finnssyni.

Fleiri mörk voru ekki í skoruð í leiknum og því virkilega mikilvæg þrjú stig í höfn fyrir Lyngby og fyrsti heimasigur liðsins á tímabilinu.

Lyngby er sem fyrr í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir Álaborg.

Brátt líður að því að deildinni verði skipt í tvennt þar sem að keppt er með sama fyrirkomulagi í dönsku úrvalsdeildinni og hér heima á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona