fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Taka höndum saman í aðdraganda stórleiksins og hvetja til stillingar – ,,Línur sem ekki ætti að stíga fæti yfir“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóri Liver­pool og Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United hafa tekið höndum saman fyrir stór­leik liðanna á morgun og biðla til stuðnings­manna liðanna um að syngja ekki níð­söngva um hræði­lega at­burði sem hafa átt sér stað í sögu beggja fé­laga.

Það er Sky Sports sem greinir frá en í sögu beggja fé­laga má finna mann­skæða at­burði á borð við Hillsbor­ough og Munich slysin.

,,Ein aðal á­stæðan fyrir því af hverju rígurinn á milli Liver­pool og Manchester United er svona sér­stakur er ást­ríðan og það ætti aldrei að breytast.

Hins vegar, þegar of mikið kapp færist í leikinn, getur það borið okkur ofur­liði og komið okkur fyrir á stað sem er ekki góður fyrir neinn, við þurfum þetta ekki,“ sagði Klopp í yfir­lýsingu.

Yfir­lýsing Erik ten Hag tekur í sama streng, kappið megi ekki bera menn ofur­liði.

,,Rígurinn á milli Manchester United og Liver­pool er einn sá mikil­feng­legasti í knatt­spyrnu­heiminum. Við elskum ást­ríðu stuðnings­mannanna þegar að liðin mætast en til eru tak­mörk, línur sem ekki ætti að stíga fæti yfir.“

Hillsbor­ough at­burðurinn árið 1989 tók líf 97 stuðnings­manna Liver­pool á heima­velli Sheffi­eld Wed­nes­day í undan­úr­slitum enska bikarsins þar sem Liver­pool mætti Notting­ham For­rest.

Í svipuðu slysi fjórum árum áður, sem kennt er við Hey­sel létust 39 stuðnings­menn í úr­slita­leik í Evrópu­keppni milli Liver­pool og Juventus.

Munich slysið varð síðan þegar að flug­vél, sem inni­hélt meðal annars leik­menn og þjálfara­t­eymi Manchester United, brot­lenti við flug­tak frá Munich-Reim flug­vellinum með þeim af­leiðingum að 23 létu lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“