fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Fagmannleg frammistaða skilaði Manchester City sigri á Newcastle United

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 14:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-0 sigur Manchester City.

Leikið var á Etihad leikvanginum, heimavelli Manchester City og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins.

Það kom á fyrsta stundarfjórðungi hans og var þar að verki Phil Foden sem skoraði eftir stoðsendingu frá Rodri.

Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Í seinni hálfleik náðu leikmenn Manchester City að tvöfalda forystu liðsins. Á 67. mínútu bætti Bernardo Silva við öðru marki leiksins eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland.

Fleiri urðu mörkin ekki og fór Manchester City því af hólmi með 2-0 sigur og þrjú stig í farteskinu.

Úrslitin þýða að Manchester City nær, að minnsta kosti um stundarsakir, að brúa bilið í topplið Arsenal niður í tvö stig. Arsenal mætir Bournemouth núna klukkan 15:00.

Newcastle United situr hins vegar í 5. sæti deildarinnar með 31 stig og gæti átt á hættu að falla niður í 6. sæti vinni Liverpool sinn leik gegn Manchester United á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur