Joao Felix er miklu meira hrifinn af stuðningsmönnum Chelsea en þeim hjá Atletico Madrid.
Felix er samningsbundinn Atletico en hann fékk aldrei söngva um sjálfan sig í leikjum liðsins.
Eftir að hafa gengið í raðir Chelsea á láni í janúar er strax sungið um Felix og hefur hann mjög gaman að.
Felix gæti gengið endanlega í raðir Chelsea´i sumar ef hann stenst væntingar næstu mánuði.
,,Ég var hjá Atletico í þrjú ár og þeir sungu aldrei neitt lag um mig,“ sagði Felix við MD.
,,Hjá Chelsea var ég búinn að eignast lag eftir fyrsta leikinn. Stuðningsmennirnir eru með lag um nánast hvern einasta leikmann sem er mjög fyndið.“