Thiago Silva getur spilað í miðverði hjá Chelsea þar til hann verður allt að 42 ára gamall.
Þetta segir Georgio Chiellini, goðsögn Juventus, sem hefur kvatt Evrópu og spilar í dag´i Bandaríkjunum.
Silva er að gera magnaða hluti á Englandi 38 ára gamall en hann er einn mikilvægasti leikmaður Chelsea þrátt fyrir aldurinn.
,,Thiago er ótrúlegur, hann er ótrúlegur. Já þú getur spilað vel en að spila svona vel í hæsta gæðaflokki kom mér á óvart,“ sagði Chiellinni.
,,Það er ekki því hann er ekki nógu góður heldur hann er eldri en ég og það er erfitt að spila hvern einasta leik.“
,,Það er mikilvægt að hann sleppi við meiðsli, ég sleit krossband 35 ára og það breytti líkamanum algjörlega.“
,,Það var erfitt að spila eins vel í hæsta gæðaflokki eftir það en ef hann er heppinn gæti hann spilað þarna til 41 eða 42 ára.“