Kieran Gibbs, fyrrum leikmaður Arsenal, er líklega búinn að leggja skóna á hilluna 33 ára gamall.
Gibbs hefur rift samningi sínum við Inter Miami í Bandaríkjunum en mun taka að sér annað starf hjá félaginu.
Gibbs mun ekki lengur leika fyrir Inter Miami en mun þess í stað starfa fyrir sjónvarpsstöð félagsins ásamt Chris Wittyngham.
Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki staðfest að skórnir séu komnir á hilluna en allar líkur eru á því.
Gibbs er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann samdi við Inter Miami árið 2021 eftir dvöl hjá West Bromwich Albion.