fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Þekkir Lukaku vel og telur að hann snúi ekki aftur – Vissi að hann myndi lenda í vandræðum

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. febrúar 2023 19:00

Romelu Lukaku / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry býst ekki við því að Romelu Lukaku muni snúa aftur til Chelsea eftir lánsdvöl hjá Inter Milan.

Henry þekkir Lukaku vel en þeir unnu saman í belgíska landsliðinu og skoraði sá síðarnefndi sigurmark Inter í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Lukaku byrjaði þann leik á bekknum en er ákveðinn í að vinna sér inn sæti á San Siro eftir erfitt tímabil.

Það gekk lítið upp hjá Lukaku hjá Chelsea, eitthvað sem Henry bjóst við áður en hann skrifaði undir 2021.

,,Ég er svo ánægður fyrir hönd Rom. Hann lítur út fyrir að vera í betra standi og er grennri, hann vill sanna sig. Ég tel að hann hafi verið vonsvikinn að fá ekki að byrja,“ sagði Henry.

,,Eina svarið sem þú getur gefið er á vellinum og hann gerði það. Magnaður skalli. Þú kemur inná og reynir að láta til þín taka og spyrja stjórann spurninga.“

,,Við ræddum saman er hann fór til Chelsea og ég sagði honum að hann myndi eiga erfitt uppdráttar þar. Vegna þess hvernig Thomas Tuchel vildi spila.“

,,Mun hann henta leikkerfi Graham Potter? Þeir eru nú þegar í nógu miklum vandræðum. Ég held að hann vilji ekki snúa aftur, hann vill vera áfram hjá Inter.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi fær íslenska dómara

Logi fær íslenska dómara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Í gær

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik