Strasbourg í Frakklandi hefur staðfest það að félagið hafi fundað með Todd Boehly, eiganda Chelsea.
Boehly er að skoða það að fjárfesta í franska félaginu en hann eignaðist Chelsea á síðasta ári.
Strasbourg er ekki eitt stærsta félag Frakklands en liðið situr í 15. sæti deildarinnar og virðist ætla að halda sínu sæti.
Hugmyndin er að Boehly taki yfir Strasbourg og láni leikmenn Chelsea til félagsins svo þeir geti þróað sinn leik.
Strasbourg er opið fyrir þeirri hugmynd og er fyrsta félagið sem Boehly horfir til eftir að hafa keypt þá ensku.