Manchester United er aftur komið í baráttuna um Jude Bellingham miðjumann Dortmund. Það er The Athletic sem segir frá.
Athletic segir að United sé nú valkostur sem enski miðjumaðurinn skoðar en gengi liðsins hefur batnað.
Búist er við að Bellingham fari frá Dortmund í sumar en Liverpool, Mancehster City og Real Madrid hafa verið nefnd til sögunnar.
Liverpool hefur verið sagt leiða kapphlaupið um þennan 19 ára landsliðsmann Englands en fleiri kostir virðast á borðinu.
Manchester United stendur á tímamótum en möguleiki er á því að Glazer fjölskyldan selji félagið á næstu vikum og eru aðilar frá Katar sagðir leiða kapphlaupið um félagið.