fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Geir Þorsteins ráðinn framkvæmdastjóri Leiknis

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 12:49

Geir Þorsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík hefur ráðið Geir Þorsteinsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Hann hefur störf í byrjun mars og tekur við keflinu af Stefáni Páli Magnússyni.

Undanfarin tvö ár hefur Geir verið framkvæmdastjóri ÍA en tekur nú við starfinu hjá Leikni.

Þar áður var Geir formaður KSÍ.

Af heimasíðu Leiknis
Íþróttafélagið Leiknir hefur ráðið Geir Þorsteinsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Hann hefur störf í byrjun mars og tekur við keflinu af Stefáni Páli Magnússyni.

Geir þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja til í íslenskri knattspyrnu en þar er hann öllum hnútum kunnugur.

Geir er Vesturbæingur, fæddur 1964 og uppalinn KR-ingur hvar hann gengdi stjórnarstörfum og gerðist svo framkvæmdastjóri áður en hann færði sig til KSÍ.

Í Laugardalnum átti Geir mörg farsæl ár sem framkvæmdastjóri í 10 ár og svo formaður í framhaldinu við frábæran orðstír enda má með sanni kalla þann tíma gullaldarár íslenskrar knattspyrnu á alþjóðavettvangi.

Síðustu tvö ár hefur Geir sinnt framkvændastjórn hjá Skagamönnum og færir sig nú upp í Breiðholtið þar sem félagið er að ganga í gegnum margvíslegar breytingar á stórafmælisári.

Stjórn Íþróttafélagsins Leiknis þakkar Stefáni Páli Magnússyni að sjálfsögðu fyrir samveruna og vel unnin störf síðustu ár á krefjandi tímum innan sem utan vallar.

Við vonum að allt Leiknisfólk bjóði Geir Þorsteinsson velkominn til félagsins og hvetji til góðra starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik

Chelsea staðfestir sölu sem skilar vænum hagnaði – Spilaði bara einn leik
433Sport
Í gær

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur

Tíu ára gömul færsla Eze vekur athygli – Allt virtist vera á leið í skrúfuna en hann vissi betur
433Sport
Í gær

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það