Ýmsar árlegar viðurkenningar eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings KSÍ og á ársþinginu sjálfu eftir atvikum.
Jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2022 hljóta Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna.
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru fyrst stofnuð árið 1990. Eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið, voru samtökin endurvakin á árinu 2022 og starfsemin var strax keyrð í gang af miklum krafti. Samtökin störfuðu ötullega að baráttumálum kvenna í knattspyrnu með ýmsum hætti allt árið og munu halda því áfram.