Leikmenn Real Madrid og þjálfarateymi Real Madrid hefur líklega oft sofið betur en í nótt. FLugeldar voru sprengdir fyrir utan hótel liðsins í Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool reyna að hjálpa liði sínu að ná fram hefndum gegn Real og ákváðu að vekja leikmenn liðsins um miðja nótt.
Það er þekkt aðferð stuðningsmanna að reyna að trufla andstæðinga með því að vekja þá með flugeldum.
Stuðningsmenn Liverpool kveiktu á flugeldunum fyrir utan Innside Liverpool hótelið þar sem lið Real Madrid gistir.
Liðin mætast í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna. Real Madrid vann Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta ári og því hafa lærisveinar Jurgen Klopp, harm að hefna.