John W Henry eigandi Liverpool hefur staðfest að félagið verði ekki selt en möguleiki sé á að fjárfestar komi inn í félagið.
Henry og hans félagar höfðu skoðað það að selja Liverpool að fullu en hafa ákveðið að hverfa frá þeim plönum.
„Það hefur mikið verið rætt og spjallað um Liverpool, en ég held mig við staðreyndir,“ segir Henry.
Í nóvember kom það fram að Liverpool leitaði að fjárfestum og kjaftasögur voru á kreiki um að félagið væri til sölu. Hann segir þó að Liverpool verði ekki selt núna komi sá tímapunktur þar sem þeir losa sig úr félaginu.
„Verðum við á Englandi að eilífu? Nei, erum við að selja Liverpool? Nei.“
„Eru viðræður við fjárfesta um Liverpool? Já, gerist eitthvað? Ég á von á því en það verður ekki sala.“