Það fóru fram fimm leikir í Serie A í dag og var til að mynda boðið upp á mjög óvænt úrslit.
Atalanta tapaði heima gegn Lecce sem kemur verulega á óvart og er högg í Meistaradeildarbaráttunni.
Roma vann 1-0 sigur á Verona en Ola Solbakken reyndist hetja liðsins og gerði eina markið.
Lazio vann þá lið Salernitana 2-0 og skoraði Ciro Immobile bæði mörkin. Juventus vann einnig 2-0 sigur a á Spezia.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Atalanta 1 – 2 Lecce
0-1 Assan Ceesay
0-2 Alexis Blin
1-2 Rasmus Hojlund
Roma 1 – 0 Verona
1-0 Ola Solbakken
Fiorentina 1 – 1 Empoli
0-1 Nicolo Cambiaghi
1-1 Arthur Cabral
Salernitana 0 – 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile
0-2 Ciro Immobile
Spezia 0 – 2 Juventus
0-1 Moise Kean
0-2 Angel Di Maria