fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

„Maður var stundum á barmi hjarta- og taugaáfalls“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur og Framari, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á föstudaginn ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs. Þar var farið yfir víðan völl í heimi íþróttanna.

Á síðasta tímabili tóku Framarar í fyrsta skipti í langan tíma þátt í efstu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Undir stjórn Jóns Sveinssonar enduðu þeir um miðja deild í Bestu deildinni þrátt fyrir að flestir sparkspekingar hefðu spáð þeim lóðbeint niður.

Jóni hefur tekist að búa til almennilegt lið í Úlfarsárdalnum og Einar, sem er mikill stuðningsmaður Fram, er ánægður með þróun liðsins undir hans stjórn.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Jóni hefur tekist að heilla Einar.

,,Ég var mjög mikill aðdáandi hans þegar að hann var leikmaður sjálfur. Hann var í gullaldarliði Fram, hafsent þar og gjarnan aftastur með framherja deildarinnar á móti sér og í staðinn fyrir að koma boltanum upp völlinn þegar að hann barst til hans, þá ákvað hann stundum að sóla nokkra fyrst.

Maður var stundum á barmi hjarta- og taugaáfalls þegar að hann fékk boltann en hann gerði þetta með svo miklum klassa.“

Nánari umræðu um Fram má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
Hide picture