fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

KSí staðfestir að Kórdrengir verði ekki með í sumar – Svona breytist staða liða vegna þess

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótanefnd KSÍ fundaði á föstudag um stöðu Kórdrengja og knattspyrnumóta sumarsins 2023 og stjórn KSÍ fundaði um málið í dag, laugardag. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kórdrengja ekki til greina og byggir ákvörðun sína á grein 13.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Kórdrengir munu því ekki taka þátt í mótum sumarsins. Hér er um að ræða Lengjudeild karla og Mjólkurbikar karla. Ljóst er að þessi ákvörðun hefur áhrif í öllum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla, nema í Bestu deild. Mótanefnd KSÍ vinnur nú hörðum höndum að því að gera nauðsynlegar breytingar á mótum.

Kórdrengir hafa á undanförnum vikum reynt að finna lausn á málum sínum en FH skoðaði að taka félagið yfir en hætti við á endanum. Kórdrengir lékur í tvö ár í Lengjudeild og náðu góðum árangri en nú hefur félagið hið minnsta tekið sér frí frá deildarkeppnum.

Vegna brotthvarfs Kórdrengja úr mótum sumarsins hefur stjórn KSÍ samþykkt eftirfarandi breytingu á deildarskipan Íslandsmóts meistaraflokks karla 2023:

Lengjudeild karla

Ægir flyst í Lengjudeild karla í staða Kórdrengja.

Ægir var í 3. sæti 2. deildar karla 2022.
2. deild karla

KFG flyst í 2. deild karla í stað Ægis.

KFG var í 3. sæti 3. deildar karla 2022.
3. deild karla

Hvíti riddarinn flyst í 3. deild karla í stað KFG.

Hvíti riddarinn var í 4. sæti 4. deildar karla 2022.
Ýmir hefur nú þegar færst upp um deild í stað Einherja.
4. deild karla

Hamar flyst í 4. deild karla í stað Hvíta riddarans.

Hamar var með 2. bestan árangur liða (meðal stigaskor) í 3. sæti riðlakeppni 4. deildar karla 2022.
5. deild karla

Álafoss flyst upp í 5. deild karla í stað Hamars.

Vegna breytinga á þátttöku félaga í 5. deild verður riðlaskipting deildarinnar endurskoðuð. Nánari tilkynning síðar.

Utandeild karla

Vegna breytinga á þátttöku félaga verður opnað að nýju fyrir skráningar í utandeild. Frekari upplýsingar verða birta eins fljótt og kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt