Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli við Barcelona í gær.
Rashford talar um að jafnteflið hafi verið eins og tap þrátt fyrir að hafa spilað á útivelli gegn einu besta liði heims.
XG tölfræðin eða ‘expected goals’ var með Man Utd í vil í leiknum en liðið er í fínustu málum fyrir seinni leikinn á heimavelli.
Rashford skoraði fyrra mark Man Utd sem komst í 2-1 en Barcelona jafnaði metin þegar 76 mínútur voru eftir.
,,Það er eins og við höfum tapað þessum leik. Við gerðum vel með að komast aftur í leikinn en fyrri hálfleikurinn var mögulega þeirra,“ sagði Rashford.
,,Við vorum rólegir og yfirvegaðir og sköpuðum færi þegar tækifærið gafst. Í seinni hálfleik skoruðum við tvö mörk með stuttu millibili og vorum með stjórnina í kjölfarið.“
,,Mér leið eins og við værum að reyna að sækja sigurmarkið.“