Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum leikmaður Barcelona var á meðal þeirra sem mættu á Nou Camp í gær þegar Manchester United heimsótti Nývang í Katalóníu.
Með Eiði var meðal annars hinn geysivinsæli fjölmiðlamaður, Auðunn Blöndal sem er harður stuðningsmaður Manchester United.
Eiður Smári sem er að margra mati fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslands lék 114 leiki fyrir Barcelona á ferlinum.
Eiður lék með Barcelona í þrjú ár og vann flesta þá titla sem í boði eru. Eiður samdi við Barcelona árið 2006 og var þar til ársins 2009.
„Eiður að labba inn á Nou Camp: þið vitið að ég á 100 leiki hérna,“ skrifar Auðunn á Twitter í gær þegar þeir félagar voru að rölta inn á Nývang minnti Eiður ferðafélaga sína á afrek sín í Katalóníu.
Leikurinn var hinn skemmtilegasti og endaði með 2-2 jafntefli en Eiður sjálfur hætti í knattspyrnu árið 2016 og hefur síðan þá starfað í sjónvarpi og sem þjálfari.
Eiður að labba inn á Nou Camp: þið vitið að ég á 100 leiki hérna!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) February 16, 2023